

Hraða-styrkur fyrir sprengikraft
Ég þjálfa mikið af íþróttafólki sem leitar ávallt eftir því að geta aukið sprengikraft og hraða. Það eru margar góðar aðferðir til sem geta aðstoðað íþróttamanninn við að ná markmiðum sínum. Til að mynda kraft þarf að hafa á hreinu hvernig hann er framleiddur. Svo íþróttamaðurinn geti aukið prengikraftinn og hraða sinn þarf hann að geta myndað afl á sem mestum hraða svo útkoman sé kraftur (Afl x Hraði=Kraftur). Ég notast stundum við aðferð sem er dýnamískur hraða-styrkur (e.