
Þjónustan sem við bjóðum upp á:
Hjá Toppþjálfun er boðið upp á faglega þjónustu. Árangur viðskiptavinarins skal nást með réttum og markvissum máta. Gæði eru sett í fyrsta sæti til þess að hámarka árangur viðskiptavinarins sama hvert markmið hans er.

Styrktarþjálfun íþróttamanna
- Semi private þjálfun
Íþróttamenn þurfa stöðugt að bæta frammistöðu sína innan sem utan vallar. Mikilvægt er að þjálfa á réttan hátt til að hámarka líkamlega afkastagetu í íþróttagrein sinni. Við bjóðum íþróttamönnum upp á hágæðaþjónustu til að aðstoða hann við að ná sínum markmiðum. Þessi þjálfun byggist á því að einstaklingar æfa í hóp þar sem markmiðin eru svipuð. Æfingakerfin eru einstaklingsmiðuð eftir þörfum og munu ekki allir fylgja eftir sama æfingakerfinu.
Æfingar eru 1-4 sinnum í viku (fer eftir æfinga- og leikjaálagi)
Í hverjum hóp eru 3 til 6 einstaklingar
Innifalið í pakkanum:
- Aðstöðugjald
- Líkams- og hreyfigreiningar
- Mælingar (fitu-, frammistöðu-, styrktar- og viðbragðsmælingar)
- Einstaklingsbundin æfingakerfi
- Aukinn styrkur, hraði, snerpa, sprengi- og stökkkraftur
- Meiðslaforvarnir, liðleiki og hreyfanleiki
- Mataráætlun
Verð: 60.000 kr fyrir 12 tíma