Betri upphitun
Góð upphitun er undirstaðan af góðri æfingu. Allir þurfa á upphitun að halda þegar kemur að líkamsrækt þar sem hún undirbýr einstaklinginn fyrir átökin sem koma skal. Upphitunarrútínan þarf til að innihalda liðleika-, hreyfanleika og virknisæfingar. Til að hámarka árangurinn í ræktinni er mjög mikilvægt að vera með upphitun sem hitar upp liðamót, kveikir á vöðvum og taugakerfinu. Hér kemur smá myndband af upphitunarrútínu sem ég nota fyrir mína viðskiptavini til að opna mjaðmirnar og undirbúa sig fyrir góða fótaæfingu.
Upphitunarrútína sem losar um stífleika í kringum mjaðmir
Hér eru nokkur tæki og tól sem eiga að vera í æfingatöskunni hjá öllum sem taka æfingarnar sínar að alvöru og vilja draga úr meiðslahættu og auka líkamlega afkastagetu.
Litlir boltar sem ná djúpt í vöðan til að grafa á eftir vöðvahnútum sem erfiðara er að ná með bandvefslosunarrúllunni. Ekki er vitlaust að eiga tvo svona bolta í æfingatöskunni enda er þetta frábært tól til að losa um stífleika í baki og öxlum. Mjög gott er nota bolta til þess að rúlla brjóstkassan og ná dýpra inn í vöðvaþræðina þar. Piriformis er vöðvi sem er staddur I kringum rassvöðvana og aðstoðar við hliðlægan snúning á mjöðminni. Þessi ágæti vöðvi getur verið mikið vandamál fyrir marga og oftar en ekki er hægt að rekja orsakir bakvandamála til þessa vöðva. Með Lacrosse boltanum er hægt að ná djúpt í þennan vöðva til að losa til um stífleikan sem er þar.
Hægt er að fá rúllur í hinum ýmsu stærðum og litum. Mikilvægt er að hafa í huga að gott er að hafa rúlluna ekki of stóra svo hægt sé að koma henni fyrir i æfingatöskunni. Þó svo að rúllan gegn svipuðu hlutverki og boltinn er tiltölulega þægilegra að rúlla t.d. flest svæði á fótunum með rúllunni. Hægt er að fá rúllur í öllum gerðum og með mismikinn stífleika. Mikilvægt er að hafa í huga að það á að valda óþægindum að rúlla. Ef að rúllan er ekki að valda þér óþægindum þá er hún of mjúk eða þá að algjör óþarfi er að rúlla þennan vöðva hóp (sem er nánast aldrei tilfellið).
Þessar litlu teygjur hafa ótrúlega mikið nota gildi. Það er hægt að fá mismikinn styrkleika og þar með er hægt að stjórna því hversu erfitt er að nota teygjuna. Hægt er að nota teygjuna til þess að virkja rassvöðvana og fá þá til að sinna þeirri vinnu sem þeir eiga að sjá um. Einnig er hægt að notast við teygjurnar þegar unnið er með einstakling í hnébeygjum sem hefur lítinn stöðugleika á hnjáliðnum og þarf því að virkja réttu vöðvahópana.
Rauða teygjan á myndinni er sú stærð af teygju sem ætti að vera á öllum líkamsræktarstöðvum, en því miður er sjaldan til staðar. Því er gott að fjárfesta í svona teygju og geyma hana í töskunni. Hún er alls ekki fyrirferðar mikil og mun nýtast vel bæði við upphitun og almenna styrktarþjálfun. Rauða teygjan kostar aðeins 1900 kr hjá Sportvörum og því ætti enginn að láta verðið stoppa sig. Teygjan er frábær þegar unnið er með liðleika og hreyfanleika ásamt því að hægt er að virkja vöðva og styrkja með notkun hennar. Einnig væri gott að eiga aðra þykkari teygju til að notast við teygjur á mjaðmabeygjuvöðvum. Þá er teygjan fest við hnébeygjubúr og síðan sett utan um lærið til að fá utanaðkomandi mótstöðu til að auka enn frekar spennuna sem myndast við teygjuna.
Allar þessar vörur fást hjá www.sportvorur.is