top of page

Hraða-styrkur fyrir sprengikraft

Ég þjálfa mikið af íþróttafólki sem leitar ávallt eftir því að geta aukið sprengikraft og hraða. Það eru margar góðar aðferðir til sem geta aðstoðað íþróttamanninn við að ná markmiðum sínum.

Til að mynda kraft þarf að hafa á hreinu hvernig hann er framleiddur. Svo íþróttamaðurinn geti aukið prengikraftinn og hraða sinn þarf hann að geta myndað afl á sem mestum hraða svo útkoman sé kraftur (Afl x Hraði=Kraftur).

Ég notast stundum við aðferð sem er dýnamískur hraða-styrkur (e. Dynamic speed-strength). Þessi kemur frá Louie Simmons eiganda Westside Barbell er kraftlyftingarstöðvarinnar í USA. Hugmyndafræði Louie Simmons kemur frá gömlu Sóvétríkjunum og hafa hans aðferðir reynst vel við hjá íþróttamönnum óhað hver keppnisgrein þeirra.

Hugmyndafræðin á bakvið Hraða-styrkinn er að auka viðbragðstíma, auka sprengikraft sem og styrk. Mikilvægt er að hafa í huga að við þessa æfingu á alls ekki notast við miklar þyngdir. Notast skal við 50-55% af maxi (1rm) því nauðsynlegt er að geta framkvæmt hreyfinguna hratt. Passa skal að notast við réttar æfingabreytur svo hægt sé að hámarka gæði æfingarinnar.

  1. Notast skal við 1-3 endurtekningar

  2. Unnið er með 5-7 sett.

  3. Hvert sett skal vera framkvæmt hratt með fullri hreyfistjórn í gegnum allt hreyfiferlið.

Hægt er að notast við þessa þjálfun við æfingar eins og hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.

Hér er myndband fyrir þá sem vilja kynna sér þessa aðferð nánar:

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page