top of page

Styrktarþjálfun á keppnistímabili


Oft vill gleymast að mikilvægt er að notast við styrktarþjálfun þegar komið er inn á keppnistímabil. Lykilhlutverk styrktarþjálfunar á keppnistímabili er meiðslaforvörn sem og viðhalda kraft framleiðslu hjá leikmanninum. Styrktarþjálfun á það til að gleymast hjá þjálfurum yfir keppnistímabilið og leikmenn geta orðið fyrir úrþjálfunar einkennum sem eru á borð við minnkandi kraftframleiðslu. Styrktarþjálfarinn Louie Simmons bendir á að ef styrktarþjálfun er sleppt í 2 vikur þá geti kraftmyndun íþróttamannsins lækkað um 10%. Því er nauðsynlegt að viðhalda allri þeirri vinnu sem hefur verið framkvæmd á undirbúningstímabilinu.

Það getur reynst erfitt að auka og bæta styrk þegar mikið álag er í æfinga- og leikja dagskrá leikmanna. Þegar komið er inn á keppnistímabil eiga æfingarnar að vera stuttar við mikla ákefð til að viðhalda afkastageta leikamannsins. Þegar tímabilaskiptingin er skoðuð út frá álagi er mikilvægt að hafa í huga að magn (e. volume) æfinga sé lágt og ákefð (e. intensity) þjálfunar há á meðan keppnistímabili stendur.

Með aukinni ákefð erum við að vinna með þungar lyftur og sprengikraft fyrir kraft framleiðslu leikmannsins. Mikilvægt er að íþróttamenn geri sér grein fyrir því að afkastageta þeirra er ekki sú sama í líkamsræktarsalnum á miðju keppnistímabili og á undirbúningstímabili. Ef þeir ætla að fylgja eftir sama æfingaplani yfir þessi tímabili munu þeir brenna út og að öllum líkindum fá einhver einkenni ofþjálfunnar.

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page