top of page

Hvað er EMOM?


EMOM eða "Every Minute On the Minute" er fyrirbæri sem er sífellt að vera vinsælla í notkun í meðal styrktarþjálfara. Margir tengja þessaa aðferð við Crossfit en í raun var Louie Simmons einn sá fyrsti til að koma með þetta fram á sjónarsviðið.

EMOM stendur fyrir að framkvæmdar eru X margar lyftur á hverri mínútu. Ef við tökum dæmi af þessari uppsetningu þá erum við oft að vinna með mikinn fjölda setta en fáar endurtekningar. Til dæmis segjum að við séum að vinna með tvær endurtekningar af hnébeygjum. Þegar mínútan hefst framkvæmum við tvær hnébeygjur sem taka 9 sek í framkvæmd en þá höfum við 51 sek í hvíld þar til að næsta mínúta hefst og við þurfum að framkvæma næstu tvær endurtekningar.

Kosturinn við að nota þessa uppsetningu í æfingakerfi er að hægt er að vinna með mikla ákefð 80-95% af max og aukið magn (e. volume) innan minni tímaramma án þess að fá hamlandi gæði í lyfturnar út af því að taugakerfið er orðið þreytt.

Ég notast sjálfur mjög mikið við þessa uppsetningu og hef tekið eftir auknum afköstum hjá mínu íþróttafólki.

Það þarf ekki alltaf að notast við lyftingaæfingar þegar unnið er með EMOM. Hér læt ég fylgja myndband af því þegar ég notast við EMOM á Assault Air Bike. Þar eru 10 sett framkvæmd af 7 sek vinna og 53 sek í hvíld. Hér er unnið alltaf í því að í háákefðar kaflanum að ná að framkvæma 1000 Watts.

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page