
Umsagnir
Hér má lesa nokkrar umsagnir frá viðskiptavinum sem hafa keypt þjónustuna frá okkur.

Eggert Jónsson
Sonderjyske
landsliðsmaður í knattspyrnu

Bjarki Gunnlaugsson
Umboðsmaður hjá Total Football

Aron Pálmarson
Barcelona
Landsliðsmaður í handbolta
Ég er búinn að vera í þjálfun hjá Guðjóni bæði þegar ég hef verið á Íslandi í fríi og núna eftir að ég kom úr aðgerð. Allar æfingar hjá honum eru settar upp til að gera mig sterkari og byggja mig upp þar sem ég var með veikleika í líkamanum. Einnig finn ég hvernig allar æfingarnar munu hjálpa mér þegar ég byrja að spila fótbolta aftur því hann setur æfingarnar upp með það í huga hvernig þín íþrótt er.
Ég finn hvernig ég er miklu kraftmeiri og með meiri hreyfanleika í líkamanum en áður og það mun án efa nýtast mér vel þegar ég byrja að spila á fullu aftur.
Þótt knattspyrna sé liðsíþrótt er mikilvægt að hver og einn sé að vinna í þeim þáttum sem viðkomandi þarf að bæta sig í. Einn af mikilvægari þáttum afreksmanns í knattspyrnu er líkamlegi þátturinn, bæði til að fyrirbyggja meiðsli og líka til að ná að hámarka líkamlega getu innan vallar þ.a leikmaður getir sýnt allar sýnar bestu hliðar yfir lengra tímabil án þess að þurfa hafa áhyggjur af því að brotna niður í gegnum álagsmeiðsli eða að geta ekki beitt sér 100% vegna líkamlegra erfiðleika. Til þess að þetta verði að veruleika þarf að leita ráðar hjá sérfræðingi í styrktarþjálfun, einhverjum sem vinnur einungis með einstaklinginn, fyrst með greiningu þar sem mælt er út hvar veikleikar viðkomandi leikmanns liggja og útfrá því er æfingaáætlun gerð þ.a honum er tryggður hámarksárangur svo lengi sem hugur fylgir máli hjá viðkomandi leikmanni.
Guðjón Örn Ingólfsson hjá Toppþjálfun er í fremstu röð í sínu fagi og Total Football mælir hiklaust með honum við alla okkar leikmenn og við alla þá sem vilja sem lengst í knattspyrnu eða öðrum íþróttum!
Hrikalega góðar, nýjar og hnitmiðaðar æfingar. Þú segir honum hvað þú vilt og ert að leitast eftir. Hann fer "all in" í að láta það verða að veruleika.
Frábær samskipti og hjá honum nær maður markmiðum sínum á stuttum tíma! Fær mann til að fara út fyrir þægindarrammann og líða fáránlega vel eftir á.
Jón Daði Böðvarsson
Millwall
Landsliðsmaður í knattspyrnu

Síðan ég byrjaði hjá Guðjóni Ingólfssyni, árið 2013, hef ég bætt mig töluvert líkamlega séð og þá sérstaklega í snerpu og líkamlegu formi. Hann gaf mér einnig góð ráð varðandi matarædi o.fl sem mun nŷtast mér í íþróttinni sem ég stunda. Guðjón er med gagnrýna hugsun og hlustar vel á það sem maður vill bæta sig í.
Allt í allt; toppþjálfun sem skilar topp árangri.

Dagný Brynjarsdóttir
Selfoss
Landsliðskona í knattspyrnu
Guðjón er algjör snillingur sem veit heldur betur hvað hann er að gera. Æfingarnar hans hafa hentað mèr mjög vel í að auka úthald, styrk, kraft og snerpu ásamt því að komast yfir meiðsli.
Erfiðar og krefjandi æfingar en samt sem áður mjög skemmtilegar. Èg fann eftir hverja einustu viku hvað èg hafði styrkt mig mikið og bætt mig.

Aron Jóhannsson
Hammarby
Landsliðsmaður U.S.A.
Til þess að ná langt í íþróttum þarf maður að huga að mörgu, gott er að leita ráða hjá fagfolki sem finnur út hvað vantar uppá hjá manni og hjálpar til við að reyna bæta það. Hjá mér hefur Guðjón hefur gert það og gott betur.
Ég hef verið í þjálfun hjá honum þegar ég hef verið á Íslandsi í fríi og mér fannst æfingarnar hans færa mig einu skrefi lengra í minni íþrótt og get því ekki annað en mælt 100% með Guðjóni.

Viðar Örn Kjartansson
Yeni Malatyaspor
Landsliðsmaður í knattspyrnu
Mæli 100% með Toppþjálfun.
Bætti mig helling í krafti og styr

Rakel Hönnudóttir
Breiðablik
Landsliðskona í knattspyrnu
Ég er búin að nýta síðustu 2 undirbúningstímabil í fótboltanum til að æfa hjá Guðjóni í Toppþjálfun og ég er virkilega ánægð með þá þjónustu og æfingar sem hann býður upp á.
Ég hef bætt mig mikið i snerpu, stökkkrafti og líkamlegum styrk. Mæli 100% með Toppþjálfun fyrir allt íþróttafólk sem vill ná lengra í sinni íþrótt.

Óttar Magnús Karlsson
Víkingur
Landsliðsmaður í knattspyrnu
Óttar Magnús Karlsson
Leikmaður Mjällby
Þjálfunin hjá Guðjóni hefur hjálpað mér gríðarlega mikið og hjálpað mér að komast á næsta level hvað varðar líkamlega þáttinn. Leiðsögnin sem hann veitir manni er mjög góð og maður finnur alveg hvað hann hefur mikla þekkingu á því sem hann er að gera.
Fituprósentan hefur lækkað, ég hef orðið sneggri á fyrstu metrunum og meira sharp inni á vellinum.
Æfingarnar eru fjölbreyttar og krefjandi þannig að maður er stöðugt að bæta sig. Svo hjálpar að Guðjón er líka algjör toppmaður og alltaf gaman að mæta á æfingar til hans.
Hann hugsar líka út fyrir boxið og er með fullt af æfingum sem upp koma líkar aðstæður og inni á vellinum.
Ég mæli hiklaust með þjálfun hjá Guðjóni ef þú vilt fara alla leið að þínum markmiðum!